Framsókn

Lokapróf verða ekki haldin með hefðbundnum hætti í HA

Lokapróf verða ekki haldin með hefðbundnum hætti í HA

Yfirstjórn Háskólans á Akureyri tilkynnti í dag öllum stúdentum við HA að lokapróf í reglulegri prófatíð verða ekki haldin með hefðbundnum hætti í vor. Hvernig námsmat mun fara fram verður formlega tilkynnt þann 3. apríl n.k.

Markmiðið er að gera stúdentum kleift að ljúka námi á vormisseri 2020 til að hindra ekki frekari framgang í námi eða starfi næsta haust. ,,Á þessum fordæmalausu tímum sem við stöndum fyrir sem samfélag er mikilvægt að við stöndum öll saman. Samtal og samvinna stúdenta og yfirstjórn háskólans er mikilvægur þáttur í því að vinna að farsælli lausn, stúdentum í vil,“ segir m.a. í tilkynningu frá Stúdentaráði Háskólans á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó