NTC

Lokapróf í MA og VMA fara fram með rafrænum hættiNemendur við próf fyrir tíma samkomubanns. Mynd: ma.is

Lokapróf í MA og VMA fara fram með rafrænum hætti

Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á nám og kennslu. Meirihluti náms hefur farið fram með rafrænum hætti síðan samkomubann tók gildi. Tilkynningar frá bæði MA og VMA hafa nú verið gefnar út um að lokapróf vorannar fari fram með rafrænum hætti. Einhverjir áfangar munu verða alfarið símatsáfangar en öðrum lýkur með rafrænu prófi. 

Nemendur í verknámi mæta í lokapróf

Ákveðnir forgangshópar í verklegum greinum verða þó boðaðir í VMA til að ljúka námi sínu á staðnum enda ómögulegt að ljúka verklegum sveinsprófum rafrænt. Farið verður eftir þeim reglum sem settar eru varðandi mannamót. Það eru greinar á borð við matreiðslu, hárgreiðslu, húsasmíði, vélstjórn, stálsmíði, myndlist o.fl.

Kosningar nemendafélagsins fara fram rafrænt

Að sögn skólameistara Menntaskólans á Akureyri, Jóni Má Héðinssyni, hefur starfið gengið mjög vel frá skólalokun; ,,Nemendur og starfsfólk hafa reynt að finna bestu lausn á þeim verkefnum sem upp hafa komið en við þurfum að vera dugleg að hvetja þá sem finna sig síður í svona fjarnámi og kennslu. Við söknum félagslífsins sem allt er rafrænt þessar vikurnar og í þessari viku eru t.d. rafrænar skólafélagskosningar.“

Sambíó

UMMÆLI