Um kl. 21.00 í gærkvöldi varð slys í austanverðu Námaskarði þegar flutningabifreið valt með tengivagn. Ökumaður var einn í bifreiðinni og slasaðist ekki við óhappið.
Lögreglan á Norðurlandi eystra birti tilkynningu rétt í þessu að lokanir verða beggja megin Námaskarðs í Mývatnssveit milli kl. 11.00 og 13.00 í dag. Hleypt verður í hollum þegar tækifæri gefast og því eru vegfarendur beðnir um að sýna björgunarstörfum skilning og þolinmæði.
Í dag er unnið hörðum höndum að því að ná flutningabifreiðinni og tengivagninum upp á veg og því eru vegfarendur sem eiga leið hjá beðnir að sýna tillitsemi þar sem nokkur fjöldi vinnuvéla verður á veginum í þessari björgun.
UMMÆLI