Það hefur varla farið framhjá nokkrum bæjarbúa að AkExtreme-hátíðin verður haldin um helgina bæði á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og í Gilinu. Vegna hátíðarhalda og gámastökks í Gilinu bæði á föstudags- og laugardagskvöld verður nokkur truflun á umferð ökutækja þar um tíma.
Þingvallastræti til austurs frá gatnamótum við Þórunnarstræti og Gilið sjálft verða lokuð frá kl. 19 bæði á föstudags- og laugardagskvöld. Umferð sem kemur inn á Þingvallastræti af Helgamagrastræti verður vísað til vesturs. Lokað verður fyrir umferð upp Oddeyrargötu við Hamarsstíg.
Vegfarandur eru beðnir að virða lokanir og bæjarbúum óskað góðrar skemmtunar á AkExtreme um helgina.
UMMÆLI