NTC

Lokanir gatna á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu og Íslensku sumarleikunum

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir hófust í dag og standa fram á sunnudagskvöld. Íbúar í bænum hafa líkt og áður verið hvattir til að skreyta í kringum sig með rauðum lit.  Í boði á hátíðinni er stórglæsileg dagskrá jafnt fyrir unga sem aldna og munu fjölmargir listamenn taka þátt í að skemmta bæjarbúum og gestum. Einnig verða íþróttaviðburðir undir hatti Íslensku sumarleikanna, þar sem allur aldur fær að spreyta sig og það er mikið fagnaðarefni að viðburðurinnMömmur og möffins verður á ný í Lystigarðinum, á laugardaginn kl 16-18. Hápunkturinn er Sparitónleikarnir sem verða á Samkomuhúsflötinni á sunnudagskvöld.

Lokanir gatna vegna viðburða eru óumflýjanlegar á umfangsmikilli dagskrá sem þessari og má sjá þær á kortinu hér að neðan.  Allar upplýsingar um dagskrá Einnar með öllu er að finna á heimasíðunni einmedollu.is og einnig er upplagt að fylgjast með á Facebook.

Mynd og frétt af akureyri.is

Sjá einnig:

,,Það er hugur í heimafólkinu“ – Rúnar Eff segir frá því helsta um helgina

Skreytum bæinn rauðan!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó