Margir vegir á Norð og Norð-austurlandi eru lokaðir eða munu loka í dag vegna veðurs.
Öxnadalsheiði er lokuð vegna veðurs. Óvissustig á veginum um Vatnsskarð og Þverárfjall frá klukkan 14 í dag til 17 á morgun. Óvissustig er á Siglufjarðarvegi frá klukkan16 í dag til 17 á morgun og í Ólafsfjarðarmúla frá klukkan 15 í dag. Möðrudalsöræfi, Mývatnsöræfi og Vopnafjarðarheiði loka klukkan 15 í dag vegna veðurs.
Sömuleiðis er hálka, hálkublettir og snjóþekja er víða á vegum.
Hægt er sjá frekari lokanir á landinu á RÚV, þar sem tilkynningin birtist, og á umferðin.is