Lokað verður í Glerárlaug um sinn vegna eldsins sem kom upp í Glerárskóla í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ á samfélagsmiðlinum Twitter.
Skólahaldi í Glerárskóla var aflýst í dag í kjölfar eldsins sem kviknaði í í skólanum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Slökkvistarf gekk vel og tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins.
Sjá einnig: Slökkviliðið lauk störfum um klukkan þrjú í nótt