Gæludýr.is

Lögreglustjóri segir fjölgun alvarlegra afbrota vera áhyggjuefni

Lögreglustjóri segir fjölgun alvarlegra afbrota vera áhyggjuefni

Á undanförnum árum hefur málum fjölgað verulega hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra og í fyrra voru þau þrefalt fleiri en árið 2016. Þetta kemur fram á vef RÚV þar sem segir að afbrotin séi einnig alvarlegri.

Lögreglan bar vopn í 24 útköllum í fyrra sem er margfalt miðað við árin á undan. Sú fjölgun er í takt við aukið ofbeldi gegn lögreglumönnum í umdæminu, sem einnig hefur færst í vöxt á undanförnum árum samkvæmt RÚV.

„Það sem er áberandi í þessu er meira ofbeldi og harðnandi heimur. Við erum með virkan fíkniefnaheim hérna og andlega veika einstaklinga. Við erum með glæpahópa, innlenda og erlenda“, segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra í samtali við RÚV.

Páley segir að bregðast þurfi við og fjölga lögreglumönnum á stöðinni um minnst tólf. Hún bendir á að staðan sé þannig í umdæminu að jafnmargir lögreglumenn sinni útkalli á Akureyri og árið 1980.

Nánar er rætt við Páley og fjallað um málið á vef RÚV.

Mynd af Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra.
Páley Borgþórsdóttir. Mynd: RÚV – Sölvi Andrason

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó