Lögreglan varar við reiðhjólaþjófum

Lögreglan varar við reiðhjólaþjófum

Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf frá sér tilkynningu á Facebook síðu sinni í morgun þar sem hún bendir fólki á að vera á varðbergi gegn þeim sem hyggjast ræna reiðhjólum. Tilkynningin kemur á besta tíma þar sem bæjarbúar hafa vissulega verið að grafa hjólin sín upp úr geymslum nú þegar snjórinn hefur að mestu bráðnað.

Segir í tilkynningunni að þegar hafi lögreglu borist nokkrar tilkynningar um reiðhjólaþjófnað, en er þó tekið fram að alls ekki sé um faraldur að ræða, heldur einstöku tilvik. Þó ber að hafa varann á, en dæmi eru um að þjófar hafi farið inn í reiðhjólageymslur fjölbýlishúsa og klippt á hjólalása til að stela hjólum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó