Lögreglan varar við erlendum mönnum sem fóru milli húsa á Akureyri – Líklega svikastarfsemi

Lögreglan varar við erlendum mönnum sem fóru milli húsa á Akureyri – Líklega svikastarfsemi

Lögreglan á Norðurlandi eystra varar við erlendum mönnum sem gengu milli húsa á Akureyri í dag og buðu fram vinnu sínu við garðumhirðu og þvott á bifreiðastæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag en þeim bárust tvær tilkynningar í morgun frá fólki sem var bankað upp á hjá.

Lögreglan telur fullt tilefni til að vara fólk við að taka slíkum tilboðum, enda allar líkur á að um svikastarfsemi að ræða. ,,Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar tilkynningar sama eðlis og hefur rætt við erlenda aðila sem hafa verið að bjóða fram þjónustuna. Þeir eru allir af írsku bergi brotnir og hafa farið um á nokkrum bílum. Þessi mál eiga það sammerkt að sá sem vill selja þjónustuna kemur fram með mikilli ýtni og frekju og er jafnvel ógnandi. Virðist helst reynt að ,,semja“ við eldra fólk. Ef samið er um verkkaup er svo jafnvel heimtuð miklu hærri greiðsla en samið var um í upphafi, eða hlaupið frá verkinu ef greitt var fyrir fram. Við vörum við þessu og hvetjum fólk til að láta lögregluna vita af þeim sem bjóða svona þjónustu, með því að hringja inn tilkynningu í 112,“ segir lögreglan. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó