Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur óskað eftir vitnum að slysi sem varð við Glerárgötu á Akureyri í dag þegar ekið var á tvo gangandi vegfarendur á gangstétt austan Glerárgötu.
Sjá einnig: Keyrt á tvo hjólreiðamenn og hund
Lögreglan óskar sérstaklega eftir því að ná tali af ökumanni á gráum eða ljósbrúnum smábíl sem ók norður Glerárgötu á þeim stað sem slysið varð.
Báðir einstaklingarnir sem keyrt var á voru fluttir á Bráðamöttöku SAk en ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu.