Lögreglan lýsir eftir ökumanni sem keyrði á stúlku á Siglufirði

Lögreglan lýsir eftir ökumanni sem keyrði á stúlku á Siglufirði

Lögreglan á Norðurlandi eystra birti tilkynningu í dag þar sem hún óskar eftir að ná tali af ökumanni blárrar bifreiðar er ekið var á unga stúlku á Siglufirði þann 28. mars sl. Ekið var á stúlkuna um kl. 14:37 við stoppistöð skólabíla syðst í Snorragötu á Siglufirði.

Upplýsingar um hver ökumaðurinn er liggja hins vegar ekki fyrir hjá lögreglu og er því óskað eftir því að viðkomandi hafi samband við lögreglu í síma 444-2800.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó