Lögreglan leitar vitna að líkamsárás

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lýst eftir vitnum að meintri líkamsárás sem átti sér stað á Hafnarstræti á Akureyri, skammt frá pylsuvagninum, um korter í eitt á aðfaranótt sunnudags. Maður á sextugsaldri var að ræða við fjóra menn sem endaði með handalögmálum. Maðurinn lá eftir í götunni eftir atvikið. Þetta kemur fram í tilkynningu á … Halda áfram að lesa: Lögreglan leitar vitna að líkamsárás