NTC

Lögreglan leitar ökumanns sem ók á gangandi vegfaranda

Lögreglan leitar ökumanns sem ók á gangandi vegfaranda

Á milli klukkan 10:00 og 11:00 í morgun var ekið á gangandi vegfaranda á Akureyri sem var að fara yfir gangbraut og ók ökumaður bifreiðarinnar af vettvangi eftir að hafa rætt stuttlega við vegfarandann. Óhappið átti sér stað á gangbraut við Mímisbraut, norðan við Verkmenntaskólann er fram kemur á Facebook síðu lögreglunnar.

„Einnig biðjum við ef einhver vitni urðu af óhappinu og geta gefið okkur upplýsingar að hafa samband við Lögregluna á Akureyri með því að senda okkur skilaboð hér.“

Sambíó

UMMÆLI