Lögreglan á Akureyri hefur beðið ökumann grárrar Toyotu bifreiðar sem lenti í árekstri í gærmorgun, miðvikudaginn 25. nóvember klukkan 09:43, um að hafa samband við lögreglunnar.
Í árekstrinum lentu 3 bifreiðar saman á Hlíðarbraut við Austursíðu. Toyotu bifreiðin lenti á ljósastaur eftir að hafa lent aftan á annarri bifreið.
Lögreglan óskar einnig eftir vitnum að árekstrinum.