Leit stendur enn yfir að Birnu Brjánsdóttur sem er fædd árið 1996. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar í dag.
Birna er 170 cm há, um það bil 70 kíló og með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin skó þegar hún sást síðast.
Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Upplýsingar um ferðir Birnu berist til lögreglu í síma 444 1000.
UMMÆLI