NTC

Lögreglan fjárfestir í þrívíddaskanna

Lögreglan prófaði nýjan þrívíddarskanna á Hörgárbrautinni.                Mynd/Lögreglan.

Lögreglan á Akureyri hefur keypt svokallaðan þrívíddarskann sem auðveldar þeim að safna mun meiri og nákvæmari gögnum á vettvangi en hingað til hefur verið mögulegt. Með skannanum er hægt að búa til þrívítt módel af aðstæðum, sem hægt er að kalla fram í tölvu hvenær sem er og nota t.d. til að framkvæma ýmsar mælingar, en þetta kemur fram á facebook síðu lögreglunnar.

Í lok síðasta árs var ekið á gang­andi veg­far­anda við gang­braut á Hörgár­braut­inni á Ak­ur­eyri og lokaði  því lögreglsan Hörgárbrautinni í skamma stund í vikunni vegna rannsóknar á málinu. Tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu kenndi á skannan og aðstoðuðu við að mæla upp vettvanginn við Hörgárbraut á stafrænan hátt.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó