Lögreglan eykur viðbúnað vegna Bíladaga

Lögreglan fylgist grannt með gangi mála

Bíladagar eru í fullum gangi á Akureyri þessa dagana og er óhætt að segja að þessi mikla bílahátíð sé umdeild á meðal bæjarbúa og hefur svo verið í mörg ár.

Jafnan er mikið um kraftmiklar bifreiðar á fleygiferð um bæinn í tengslum við Bíladaga og hefur lögreglan á Akureyri aukið viðbúnað í bænum og svæðinu í kring hvað varðar almennt eftirlit og umferðareftirlit. Notast lögreglan bæði við merktar lögreglubifreiðar sem og ómerktar en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í gær.

Sjá einnig

Bæjarstjóri jákvæður gagnvart því að halda Bíladaga ef það er fullri sátt við bæjarbúa

Sambíó

UMMÆLI