Lögreglan á Akureyri undirmönnuð

Lögreglustöðin á Akureyri

Í ályktun frá aðalfundi Lögreglufélags Eyjafjarðar sem haldinn var í vikunni er lýst yfir áhyggjum af því hve fáliðuð Lögreglan á Akureyri sé. Einnig var lýst yfir áhyggjum af því að í of ríkum mæli séu við störf fólk sem ekki hefur formlega lögreglumenntun. Staðan sé ekki boðleg og bæta þurfi úr.

„Lög­regluliðið hér á Ak­ur­eyri er und­ir­mannað og lítið má út af bera svo við lend­um ekki í vanda, til dæm­is þegar þung og tíma­frek mál koma upp,“ seg­ir Aðal­steinn Júlí­us­son, formaður Lög­reglu­fé­lags Eyja­fjarðar í samtali við mbl.is.

Hann segir að miðað við núverandi fjárveitingar geti lögregluliðið sáralítið farið út fyrir bæinn, til dæmis í nauðsynlegt umferðareftirlit. Lögregluvaktir á Akureyri eru fjórar og fimm einstaklingar á hverri vakt. Aðalsteinn segir þetta vera algjörg lágmark.

„Við þyrft­um að vera sjö á hverri vakt og bíl­arn­ir þrír, enda er það kraf­an og all­ar ósk­ir um fjár­veit­ing­ar miðast við þetta.““

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó