Lögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum – Keyrt á mann og ekið á brott


Lögreglan á Norðurlandi eystra birti tilkynningu í gær þar sem hún lýsir eftir vitnum af slysi á Vestursíðu, skammt frá dvalarheimilinu Lögmannshlíð. Ekið var á gangandi vegfaranda milli kl. 10.30 – 10.45 í gærmorgun, föstudaginn 9. mars. Vegfarandinn meiddist í kjölfarið en ökumaður stöðvaði í smástund til að líta í baksýnisspegil en keyrði svo á brott.
Vitað er að bifreiðin var lítill smábíll, rauður að lit. Vegfarandinn giskar á að Toyota Corolla eða sambærilegur bíll hafi  verið á ferðinni.

Lögreglan biður umræddan ökumann að hafa samband við lögregluna á Akureyri. Ennfremur er óskað eftir mögulegum vitnum vegna málsins. Hægt er að ná til lögreglu í 444-2800 á dagvinnutíma eða í gegn um Neyðarlínu, 112.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó