NTC

Lögreglan á Norðurlandi eystra varar við slæmu veðri

Lögreglan á Norðurlandi eystra varar við slæmu veðri

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað við slæmu veðurútliti framundan, með mjög hvassri norðvestanátt og snjókomu á svæðinu.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að veðurofsinn muni hefjast í kvöld og standa fram á miðjan dag á morgun, laugardag.

„Vert er að nota daginn í dag og huga að lausum munum og jafnvel jólaskrauti. Reikna má með að vegir teppist og ekki mun viðra til ferðalaga. Eigendur báta og annara eigna við sjó og hafnir eru beðnir um líta eftir eigum sínum, þar sem norðvestanátt er víða til vandræða við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó