NTC

Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að tveimur líkamsárásum

Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að tveimur líkamsárásum

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur auglýst eftir vitnum að tveimur líkamsárásum sem áttu sér stað í umdæminu síðasta mánuðinn.

Fyrri líkamsárásin varð 30 júní síðastliðinn á milli klukkan 19:00 til 19:30 á Hamarskotstúni. Þar var ráðist á mann með hund. Seinni líkamsárásin varð 20 júlí síðastliðinn við Bláu könnuna, í miðbæ Akureyrar, um kl 20:30 þar sem hópslagsmál voru.

Sjá einnig: Rúða á Götubarnum brotnaði í slagsmálum – Sex í varðhaldi

Þau sem kunna að hafa séð eitthvað eru vinsamlegast beðin um að hafa samband í síma 444-2800.

Sambíó

UMMÆLI