Lögreglan á Akureyri leysti upp unglingapartí í Kjarnaskógi

Lögreglan á Akureyri leysti upp unglingapartí í Kjarnaskógi

Talið er að á milli 50 til 60 unglingar hafi verið samankomnir í partíi sem lögreglan leysti upp í Kjarnaskógi í nótt. Töluvert hefur verið um slík partí undanfarið og skemmdir hafa verið unnar á eignum Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi.

Í frétt á vef mbl.is um málið er haft eftir varðstjóra í lögreglunni á Akureyri að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem ung­menni á fram­halds­skóla­aldri eru staðin að því að safn­ast sam­an í Kjarna­skógi og skemmdarverk hafi verið unnin. Rúður voru brotnar og salerni eyðilögð. Eitt­hvað hef­ur verið um drykkju meðal ung­menn­anna en þau hafa verið fljót að forða sér þegar lög­regla hef­ur komið á vett­vang. 

Lögreglan biðlar til foreldra að ræða við börnin sín vegna málsins en um brot á sóttvarnarreglum e rað ræða hvað varðar fjöldatakmarkanir. Í færslu frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga á Facebook er einnig biðlað til foreldra og vina að grípa inn í.

„Þessir einstaklingar eiga foreldra, fjölskyldur, vini og skólafélaga. Enginn úr þeim hópi réttlætir svona hegðun og við vitum alveg hvað er að gerast í kring um okkur ef við opnum augun. Foreldrar, hugið að börnunum ykkar, skólafélagar og aðrir látum okkur málið varða. Einhversstaðar er myndum deilt, einhverjir aðstoða við dreifingu og einhverjir vita hvar, hverjir fremja skemmdarverkin osfrv. Ef þið hafið upplýsingar um það gangið í málið eða tilkynnið það einfaldlega til lögreglu. Ef ekki af hlýhug til Kjarnaskógar, þá af hlýhug til viðkomandi einstaklinga, þeir eru jú sjúkir og þarfnast hjálpar,“ segir í færslunni sem má sjá í heild hér að neðan.

https://www.facebook.com/SkograektarfelagEyfirdinga/posts/4189621354384127
Sambíó

UMMÆLI