Framsókn

Lögregla lokar verslun í miðbænum

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri baðst beiðni frá Tollstjóra í gær um að loka versluninni The Viking og innsigla hana. Lögreglan á Akureyri fór í gær klukkan 16:34 og lokaði húsnæðinu og innsiglaði með lögregluborða. Verslunin er enn lokuð.

Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir, deildarstjóri lögfræðideildar á innheimtusviði Tollstjóra, segist í samtali við fréttastofu Rúv ekki getað tjáð sig um einstök mál en almennt geti innheimtumaður ríkissjóðs farið fram á að rekstur verði stöðvaður ef viðkomandi skuldi ákveðnar tegundir af sköttum.

Hún segir að ekki sé algengt að ráðist sé í slíkar aðgerðir. Sigurður Guðmundsson eigandi verlsananna segir að búðin muni opna aftur fyrir helgi í samtali við Kaffið en vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Nánar er fjallað um málið á vef Rúv.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó