Lögregla leitar enn ökumanns sem ók á gangandi vegfaranda

Eins og við greindum frá hér á Kaffinu var ekið á gangandi vegfaranda á milli klukkan 10:00 og 11:00 í gær . Vegfarandinn var að fara yfir gangbraut og ók ökumaður bifreiðarinnar af vettvangi eftir að hafa rætt stuttlega við vegfarandann.

Óhappið átti sér stað á gangbraut við Mýrarveg, norðan við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Lögreglan leitar enn af ökumanni bifreiðarinnar sem er beðinn um að gefa sig fram á Lögreglustöðinni á Akureyri svo hægt sé að taka skýrslu af honum vegna málsins.

Ef einhver vitni urðu að óhappinu og geta gefið lögreglu upplýsingar eru þau beðin um að hafa samband við Lögregluna á Akureyri í síma 444 2800.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó