NTC

Logi nýr formaður Samfylkingarinnar

Logi Már Einarsson

Logi Már Einarsson

Logi Már Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hefur tekið við formannsstöðu hjá Samfylkingunni. Logi var varaformaður flokksins og tekur við í ljósi þess að Oddný Harðardóttir sagði af sér sem formaður í dag í ljósi niðurstaðna alþingiskosninganna á laugardag.

Í viðtali við mbl.is segir Logi að ekki sé ákveðið hvort að hann verði í formannssætinu út kjörtímabilið en að þau hafi verið kosin til tveggja ára í prófkjörinu í vor. Um afsögn Oddnýjar segir hann eftirfarandi: „Þetta er al­farið henn­ar ákvörðun. Hún axl­ar ábyrgð og mark­ar þannig tíma­mót í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Þar með er ekki sagt að hlut­irn­ir séu svo ein­fald­ir að hún beri ábyrgð á ósigr­in­um, það ger­um við öll.“

Ljóst er að Loga bíður mikil vinna við þá uppbyggingu sem framundan er innan flokksins

Sambíó

UMMÆLI