NTC

Logi Einarsson segir að flugvöllurinn í Vatnsmýri þurfi að víkja

Logi Már Einarsson

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður í Norðausturkjördæmi, segir þróun byggðar í Reykjavík þrengja svo að flugvellinum að hann þurfi að víkja. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Logi segir það endalok innanlandsflugs fari svo að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur. Hins vegar sé það svo að ef aðeins talsmenn Hjartans í Vatnsmýrinni eða þeirra sem vilja flugvöllinn burt fái að tjá sig um málið muni enginn árangur nást.

„Á meðan umræðan snýst aðeins um veru flugvallar í Reykjavík eða ekki munum við ekki ná neinum árangri,“ segir Logi í samtali við Fréttablaðið

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó