Logi Einars ósáttur við að Pia ávarpi hátíðarfund Alþingis – Píratar ætla að sniðganga fundinn

Logi Már Einarsson, Píratar og fleiri þingmenn eru mjög ósáttir með að Pia ávarpi samkomuna á Þingvöllum.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook síðu sinni í dag að þrátt fyrir að hann mæti til vinnu í dag og sitji hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sé hann með engu móti að samþykkja stjórnmálaskoðanir Piu Kjærsgaard sem mun ávarpa Alþingi á fundinum. Logi segir að það sé leitt að einn helsti talsmaður sundurlyndis og útlendingahaturs í Evrópu fái pláss á þessum merka degi.

„Fyrir nokkrum dögum fréttum við að Alþingi ætli við tilefnið að bregða út af vana og bjóða erlendum þjóðhöfðingja að ávarpa þingið, danska þingforsetanum henni Piu Kjærsgaard. Mér þykir það miður að einn helsti talsmaður sundurlyndis og útlendingahaturs í Evrópu fái pláss á þessum merka degi – þó það sé vegna embættis en ekki stjórnmálaskoðana,” segir Logi.

Hátíðarfundurinn er haldinn á Þingvöllum.

Óforsvaranleg ákvörðun að bjóða einum helsta höfundi og talsmanni útlendingaandúðar í Evrópu að ávarpa Alþingi á Þingvöllum á aldarafmæli fullveldis Íslendinga.

Píratar taka í svipaðan streng og ætla að ganga skrefinu lengra og sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna þessa. Þá segir í tilkynningu frá þingflokknum:

,,Þingflokkur Pírata hefur ákveðið að sniðganga hátíðarfund Alþingis sem fram fer á Þingvöllum í dag. Ástæðan er óforsvaranleg ákvörðun um að bjóða einum helsta höfundi og talsmanni útlendingaandúðar í Evrópu að ávarpa Alþingi á Þingvöllum á aldarafmæli fullveldis Íslendinga. Engin hefð er fyrir því að erlendir gestir ávarpi þingfundi af þessu tagi og engin nauðsyn var því að bjóða Piu Kjærsgaard að ávarpa hátíðarfund á Þingvölllum. Hátíðarfundir eiga að efla samstöðu þjóðarinnar, ekki að verða vettvangur fyrir málsvara sundrungar.

Hátíðarhöld sem þessi eru vandmeðfarin á tímum uppgangs þjóðernishyggju um víða veröld. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fagna tímamótum sem þessum en það er varhugavert að gefa þjóðernishyggju á nokkurn hátt undir fótinn við slík tilefni. Íslenska þjóðin á betra skilið, en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni.

Piu Kjærsgaard var boðið á Alþingi vegna þess embættis sem hún gegnir. Sú staðreynd að stofnandi eins mannfjandsamlegasta flokks Norðurlandanna sitji sem forseti danska þingsins er í sjálfu sér mikið áhyggjuefni.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó