Farþegaþota af gerðinni Boeing 787-9 frá United Airlines flaug „aftur til fortíðar“ þegar hún fór í loftið frá Pudong-flugvellinum í Shanghai en vélin lenti í San Francisco. Frá þessu er greint á vefnum alltumflug.is.
Vélin fór í loftið frá Shanghai kl. 00:15 á nýársnóttu en þá var klukkan 8:15 að morgni í San Francisco á gamlársdag. Rúmum 10 klukkutímum síðar lenti vélin í San Francisco eða klukkan 18:34 að staðartíma. Þá var tæplega 5 og hálf klukkustund eftir af árinu 2016.
Flugið vakti verðskuldaða athygli enda afar fátítt að farið sé í loftið á árinu 2017 og flogið aftur til ársins 2016.
UMMÆLI