Gæludýr.is

LMA sýnir HjartagullMynd: ma.is

LMA sýnir Hjartagull

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir söngleikinn Hjartagull eftir Aron Martin Ásgerðarson í Menningarhúsinu Hofi 19. mars næstkomandi. Söngleikurinn er byggður á lögum og textum 200.000 Naglbíta. 

Sagan fjallar um Míó, ungt ljóðskáld sem upplifir sig utangarðs og á skjön við jafnaldra sína. Þegar hún lendir í rifrildi við pabba sinn hverfur hún inn í ævintýraveröld þar sem hún kynnist hinum litríku Neondýrum og baráttu þeirra við Skuggaprinsinn og börn hans sem girnast hið goðsagnakennda Hjartagull. Á vegferð sinni um þessa ævintýraveröld tekst Míó á við sjálfa sig og lærir treysta og hlusta á innsæið sitt.

Leikfélag Menntaskólans hefur verið þekkt fyrir metnaðarfullar leiksýningar í fjölda ára. Í ár koma hátt í 80 nemendur Menntaskólans á Akureyri að verkinu, hvort sem það er með leik, dansi eða tónlist, markaðsetningu, búninga-og leikmyndahönnun eða hárgreiðslu og förðun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó