LLA setur upp Skilaboðaskjóðuna

Bókakápa Skilaboðaskjóðunnar.

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyri kemur til með að setja upp verkið Skilaboðaskjóðan í vetur. Efsta stig leiklistarskólans mun setja upp verkið, en það eru krakkar í 8., 9. og 10. bekk. Skilaboðaskjóðan er ævintýrasöngleikur byggður á samnefndri bók eftir Þorvald Þorsteinsson. Söngleikurinn sló rækilega í gegn þegar hann var settur upp á stóra sviði Þjóðleikhússins árið 1993 og hafa margir þráð að sjá söngleikinn síðan.

Fyrir þá sem ekki þekkja verkið þá segir Skilaboðaskjóðan frá Putta og Möddumömmu sem eiga heima í Ævintýraskóginum þar sem öll ævintýrin gerast. Þegar Nátttröllið rænir Putta til að breyta honum í tröllabrúðu, sameinast allir íbúar skógarins um að bjarga honum áður en sólin sest. En nornin, úlfurinn og stjúpan vilja ekki vera með og þá eru góð ráð dýr.

Það verður skemmtilegt að sjá hvernig tekst til í vetur!

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó