beint flug til Færeyja

Ljósin tendruð á jólatrénu við opnun Jólatorgsins

Ljósin tendruð á jólatrénu við opnun Jólatorgsins

Jólatorgið á Ráðhústorgi var opnað með viðhöfn á sunnudaginn, fyrsta í aðventu. Hápunktur opnunarinnar var þegar Embla Þórhildur, 10 ára, og Benjamín Loki, 8 ára, tendruðu ljósin á jólatréi bæjarbúa. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarins.

„Hátíðleg dagskrá fyllti torgið af gleði og að sjálfsögðu létu jólasveinarnir sig ekki vanta og skemmtu gestum á öllum aldri,“ segir á vef Akureyrar.

Jólatorgið verður áfram opið næstu tvær helgar með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Þau sem vilja kynna sér viðburðina nánar geta heimsótt www.jolatorg.is.

Hilmar Friðjónsson, ljósmyndari, var á staðnum og tók myndir af þessum skemmtilega degi sem má skoða á vef Akureyrarbæjar með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI