NTC

Ljósin tendruð á jólatrénu í miðbænum næstu helgi

Ljósin tendruð á jólatrénu í miðbænum næstu helgi

Hátíðleg stund verður á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan 16 næsta laugardag, 26. nóvember, þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu.

„Ákveðið var að halda í þá hefð að vinabæirnir Randers í Danmörku og Akureyri á Íslandi skiptist á jólakveðjum á aðventunni og er tréð afhent af sendiherra Danmerkur á Íslandi, Kirsten Rosenvold Geelan, þótt það hafi að þessu sinni verið fellt í bæjarlandinu til að minnka kolefnissporið. Kirsten flytur Akureyringum kveðju frá vinabænum Randers og að því búnu mun Elma Eysteinsdóttir bæjarfulltrúi segja nokkur orð,“ segir í tilkynningu á vef bæjarins.

Jólasveinarnir verða á staðnum og Barna- og æskulýðskórar Glerárkirkju undir stjórn Margrétar Árnadóttur syngja nokkur hátíðleg lög. Undirleik annast Valmar Väljaots. Loks hefja jólasveinarnir upp raust sína, syngja með áhorfendum og gefa börnunum hollt góðgæti.

Að þessu sinni er það Stefán Jens Tómasson, 3ja ára, sem tendrar ljósin á trénu fyrir hönd Norræna félagsins á Akureyri.

Áður en formleg dagskrá hefst eða frá kl. 15.45 mun Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Sóleyjar Bjarkar Einarsdóttur spila nokkur létt jólalög við sviðið

Sambíó

UMMÆLI