Lítur út fyrir að göngudeild SÁÁ á Akureyri haldi starfsemi áfram

Lítur út fyrir að göngudeild SÁÁ á Akureyri haldi starfsemi áfram

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til við aðra umræðu fjárlaga að auka framlög til reksturs SÁÁ. Verði þessi tillaga fjárlaganefndar samþykkt af Alþingi verður starfsemi göngudeildarinnar á Akureyri tryggð. Í janúar stóð til að loka deildinni vegna fjárskorts en það uppskar mikla baráttu um að halda deildinni opinni, enda nauðsynlegt að hafa slíka göngudeild opna á Norðurlandi.

Gerð er tillaga um 150 millj. kr. tímabundið framlag til reksturs SÁÁ. Velferðarráðuneyti feli Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ auk þess að styrkja aðra þjónustu í samræmi við stefnumótun.

Lagt til að verja 150 milljónum til reksturs SÁÁ

Í nefndaráliti fjárlaganefndar er lagt til að verja 150 milljónum króna til reksturs SÁÁ. Þá er einnig lagt til að velferðarráðuneytið gangi til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ auk þess að styrkja aðra þjónustu í samræmi við stefnumótun. Auk þess hefur Velferðarráðuneytið rætt við Sjúkrahúsið á Akureyri um að Sjúkrahúsið á Akureyri verði faglegur bakhjarl fyrir geðheilbrigðisþjónustu tengda starfinu.

Í bréfi sem Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, fékk frá velferðarráðuneytinu kemur fram að 100 milljónum króna verði varið í starfsemi göngudeilda á Akureyri og Reykjavík. Ef tillagan verður samþykkt á Alþingi dugir þetta til að starfsemi göngudeildarinnar á Akureyri geti haldið áfram.

Hilda Jana fagnar fréttunum

Hilda Jana er að vonum ánægð með þessar fréttir og þakkar öllum sem tóku þátt í að ná þessum árangri í baráttunni. „Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins að SÁÁ fái 100 m.kr vegna starfsemi göngudeilda á Akureyri og í Reykjavík. Gangi það eftir á starfsemi göngudeildarinnar hér á Akureyri að vera tryggð, en göngudeildin þjónar skjólstæðingum sínum á Norðurlandi öllu. Þar að auki hefur Velferðarráðuneytið rætt við Sjúkrahúsið á Akureyri um að gangi þetta eftir verði Sak faglegur bakhjarl fyrir geðheilbrigðisþjónustu tengda starfinu. Þessu fagna ég auðvitað einstaklega innilega og verð að viðurkenna að eftir alla fundina, skrifin, samtölin, símtölin og baráttuna þá er ég ansi þakklát í dag. Ég vil þakka öllum innilega sem hafa komið að þvi að koma í veg göngudeild SÁÁ hverfi frá Akureyri (gefið auðvitað að Alþingi samþykki þessa tillögu fjárlaganefndar),“ segir í Facebook færslu Hildu Jönu Gísladóttur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó