Sökum gífurlegra vinsælda og frábærra viðbragða við uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Litlu Hryllingsbúðinni hefur verið ákveðið að setja upp aukasýningar á þessum skemmtilega söngleik í kringum páskana 2025. Þetta kemur fram á vef Menningarfélags Akureyrar.
Tekist hefur að ná öllum leikhópnum saman sem og öðrum aðstandendum á þeim tíma og því er það mikið gleðiefni að búið sé að raða upp 5 sýningum í viðbót.
„Þetta gefur að sjálfsögðu tilefni fyrir alla Íslendinga að íhuga að taka páskafríið fyrir norðan, skíði á daginn, leikhús á kvöldin. Miðasala er hafin á www.mak.is og um að gera að hafa hraðar hendur þar sem húsfyllir var á nánast öllum sýningum í Samkomuhúsinu á Akureyri á nýliðnu hausti,“ segir á Mak.is
UMMÆLI