Laugardaginn 7. september kl 14-15.30 heldur myndlistarkonan Jonna – Jónborg Sigurðardóttir listsmiðju fyrir 20 ára og eldri í Listasafninu á Akureyri. Þar mun hún ásamt þátttakendum endurvinna gamlar bækur og bæklinga og skapa úr þeim ný verk.
Aðgangur er ókeypis og engrar skráningar er þörf en sætapláss er takmarkað.
UMMÆLI