Listhópurinn Rösk með þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jonna (Jónborg Sigurðardóttir) og Thora Karlsdóttir.

Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 17-17.40 heldur listhópurinn Rösk Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Listin, gjörningar og gleði. Í fyrirlestrinum mun hópurinn, sem samanstendur af Brynhildi Kristinsdóttur, Dagrúnu Matthíasdóttur, Jonnu (Jónborgu Sigurðardóttur) og Thoru Karlsdóttur, fjalla m.a. um hvernig ólíkar aðferðir þeirra sem einstaklinga kalla fram hugmyndaferli og samvinnu í listsköpun. 

Sýningar Rösk gera gestum kleift að taka þátt og máta sig við listaverkin. Þar með myndast skemmtilegt samtal milli gesta og listaverkanna. Birtingarmynd þess samtals verður leikur, dans og látbragð sem auðgar sýningarnar lífi og gleði. Gjörningur sem gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri.

Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Elísabet Gunnarsdóttir, safnstjóri Listasafns ASÍ, Finnur Friðriksson, dósent í íslensku, Herdís Björk Þórðardóttir, hönnuður og Jeannette Castioni, myndlistarkona, og Ólafur Guðmundsson, leikari.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó