Listasýningin BEYOND sýnd í Kaktus um helgina

Listasýningin BEYOND sýnd í Kaktus um helgina

Listakonan Rebekka Kühnis opnar í dag sýninguna BEYOND í Kaktus í gilinu. Opnunin stendur frá klukkan 17 til 19 og sýningin verður svo opin frá 14 til 18 á laugardag og 14 til 17 á sunnudag.

Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu sýningarinnar með því að smella hér en þar er eftirfarandi lýsingu að finna:

Sýningin BEYOND samanstendur af seríu verka í blandaðri tækni sem sýna hluta sprengdra blokkarbygginga. Í stað þess að horfa á veggi og glugga sjáum við inn í herbergi, heimili sem voru áður vistleg og innileg og áfram inn í svarthol. Málverkin eru viðbrögð við óhug mínum og skilningsleysi. Formlega séð er einnig um að ræða könnun á dýpt og svarta litnum, sem gjarnan er tengdur fjarveru eða tómleika, en í minni skynjun tengist hann einnig upphafi og umbreytingu.

Á sýningunni eru sýnd verk frá árinu 2009 ásamt nokkrum verkum frá árinu 2024. Þrívíddarmálverkin sem viðbragð við ljósmyndum fjölmiðla af stríðinu í Líbanon á sínum tíma og verk á tré sem viðbragð við stríðsátökum nútímans.

Rebekka Kühnis (f. 1976) er frá Windisch í Sviss og útskrifaðist með meistaragráðu í listkennslufræðum frá Hochschule der Künste í Bern. Síðan hefur hún starfað sem listakona og myndlistarkennari. Hún flutti til Akureyrar 2015.

Sambíó

UMMÆLI