Listasumar hefst 24. júní

Listasumarið á Akureyri hefst 24. júní. Grafísku hönnuðirnir Heiðdís Halla Bjarnadóttir og Kristín Anna Kristjánsdóttir hafa gert nýtt merki Listasumars á Akureyri sem gefur loforð um litríkt og lifandi sumar þar sem sólin skín og spennandi hlutir gerast. Listasumar hefst því með nýju merki og metnaðarfullum verkefnum.

Alls fengu 15 verkefni styrk á Listasumri en veittir voru styrkir að upphæð einni milljón króna. Gilfélagið, Menningarfélag Akureyrar, Möguleikamiðstöðin í Rósenborg og Art Ak Amaro eru samstarfsaðilar Listasumars.

Samstarfið felst í að leggja fram vettvang til að koma saman skemmtilegri og spennandi dagskrá frá laugardeginum 24. júní þegar Listasumar verður sett og fram að Akureyrarvökur 26. ágúst.

Verkefnin sem urðu fyrir valinu spanna hinar ýmsu listgreinar s.s. dans, ýmiskonar tónlistarstefnur, gjörninga, myndlist, ljóðlist og ritlist. Ekki er aðeins um staka viðburði að ræða heldur einnig listasmiðjur í ágúst fyrir ungu kynslóðina.

Nánari upplýsingar um verkefnin sem urðu fyrir valinu og verða hluti af dagskrá Listasumars er að finna á slóðinni www.listasumar.is og einnig á facebooksíðu Listasumars.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó