Listasumar hefstLjósmynd: Akureyrarbær

Listasumar hefst

Listasumar á Akureyri er árlegur viðburður og stendur nú yfir dagana 6. júní til 20. júlí. Í boði verða margir viðburðir og eru flestir þeirra ókeypis en ásamt því verða smiðjur fyrir börn. Opnunarviðburður sumarsins verður Einstök Íslandskort – Schulte landakortin þar sem Clarissa Duvigneau, sendiherra Þýsklands, opnar sýninguna á Minjasafninu sem stendur milli kl. 17 – 19 þann 6. júní. Finna má frekari upplýsingar um Listasumar á vef Akureyrabæjar, Listasumar.is, þar sem viðburðadagatal er einnig. Á heimasíðu Akureyrarbæjar kemur einnig fram:

Kvöldopnun verður í Listasafninu þar sem ein vinsælasta hljómsveit Grænlands, Nanook, heldur stutta tónleika frá kl. 19.30-20 og að þeim loknum verða tvær áhugaverðar samsýningar opnaðar. Á fimmtudagskvöld verður einnig uppákoma í Deiglunni í anda Fluxus-hreyfingarinnar. (6. júní)

Föstudaginn 7. júní verður hljómsveitin Nanook á Amtsbóksafninu þar sem sagt verður stuttlega frá sögu grænlenskrar tónlistar, flutt nokkur vel valin lög og tónlistarmennirnir spjalla við viðstadda.

Um helgina verða opnar vinnustofur listamanna og á sunnudaginn verða tvennir tónleikar: Brasskvintett Norðurlands leikur skemmtilega og fjöruga tónlist í Lystigarðinum milli kl. 14-15 og kl. 17 verða tónleikarnir Sumarljóð í Hofi þar tónlistarkonurnar Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir fara með áheyrendur í svolítið tónlistarferðalag og staldra einna helst við sumarið.

Mánudaginn 10. júní hefjast fjölbreyttar smiðjur fyrir krakka eins og hefð er fyrir. Við hvetjum foreldra til að kynna sér framboðið á smiðjum á www.listasumar.is.

Fornbílahittingarnir verða á sínum stað á miðvikudagskvöldum við Hof og í júlí verða einnig þrennir sumartónleikar Akureyrarkirkju. Enn eru að bætast við viðburðir á Listasumri og því er skorað á fólk að fylgjast vel með viðburðadagatalinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó