Listasumar á Akureyri mun hefjast föstudaginn 2. júlí og ljúka þann 31. júlí. Mikið af fjölbreyttum viðburðum og listasmiðjum fyrir börn og fullorðna verða í boði en takmarkaður fjöldi kemst fyrir. Því hvetur Akureyrarbær þá sem vilja skrá sig að ganga frá skráningu tímanlega.
Meðal þess sem verður í boði er „upcycle“ smiðja, hjólabrettanámskeið fyrir fullorðna, morgunjóga, tónlistarsmiðja, fornbílahittingur, flamenco námskeið, jurtalitunarnámskeið, wellness partý með flothettu, sirkussýning Hringleiks og margt margt fleira. Frekari upplýsingar um Listasumar 2021 og viðburðadagatal má finna á vefsíðunni listasumar.is.
Verkefnastjórn Listasumars er í höndum Almars Alfreðssonar. Hægt er að senda honum línu í netfangið listasumar@akureyri.is
UMMÆLI