Listasafnið tilnefnt til hönnunarverðlauna Íslands 2019

Listasafnið tilnefnt til hönnunarverðlauna Íslands 2019

Arkitektastofan Kurt og Pí er tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2019 fyrir hönnun viðbyggingar við Listasafnið á Akureyri. Hönnunarverðlaun Íslands 2019 og málþing þeim tengt fer fram þann 14. nóvember. 

Verðlaunað er í tveimur flokkum: Hönnun ársins 2019 og viðurkenningur fyrir Bestu fjárfestingu ársins 2019 í hönnun. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar en þurfa að skara verulega fram úr með verkefni sínu eða vinnu.

,,Nýtt kennileiti í borgarlandslagi Akureyrar“

Í umsögn dómnefndar um Listasafnið segir: ,,Með hönnun nýrrar viðbyggingar við Listasafnið á Akureyri hefur orðið til nýtt kennileiti í borgarlandslagi Akureyrar. Ný viðbygging og endurhönnun sögulegs iðnaðarhúsnæðis í Gilinu blæs nýju lífi í eldri byggingarnar og tengir saman ólík rými með umferðarás sem býr til ný sjónræn tengsl milli hins náttúrulega og byggða landslags. Sýningarrýmin eru fjölbreytileg, hönnun og arkitektúr eru framkvæmd af nákvæmni og fágun sem endurspeglast í stóru og smáu.“

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri segir að það sé mikill heiður að safnbyggingin fái tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2019. Fjölmargir gestir safnsins hafi einnig látið fögur orð falla um safnið og hversu vel hafi tekist til að breyta glæsilegu húsi í fallegt listasafn og það sé einmitt það sem mestu máli skipti. 

Nánar um verðlaunin hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó