Listasafnið fær tæplega 11 milljónir í styrk

Listasafnið fær tæplega 11 milljónir í styrk

Listasafnið á Akureyri hlaut á dögunum veglega styrki úr árlegri úthlutun Safnaráðs til viðurkenndra safna.

Í fyrsta sinn var veittur Öndvegisstyrkur til allt að þriggja ára og hlaut Listasafnið 6,3 milljóna króna styrk fyrir hina árlegu sýningu Sköpun bernskunnar fyrir árin 2020-2022. Sjötta sýningin undir þessu heiti var opnuð 7. mars síðastliðinn. Hún er m.a. sett upp sem liður í safnfræðslu Listasafnsins með þeim tilgangi að örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára.

Listasafnið hlaut einnig 2,4 milljóna króna styrk úr Safnaráði fyrir þremur einkasýningum listamannanna Brynju Baldursdóttur, Heimis Björgúlfssonar og Jónu Hlífar Halldórsdóttur, sem allar verða opnaðar 16. maí næstkomandi.

Að síðustu hlaut safnið 2,1 milljóna styrk fyrir yfirlitssýningu á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna, sem verður opnuð á Akureyrarvöku, 29. ágúst. Sýningin er unnin í samvinnu við Hafnarborg og þar verður hún sett upp 2021. Sýningarstjórar eru Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Ágústa Kristófersdóttir.

Þessir veglegu styrkir efla til muna starf Listasafnsins á Akureyri þ.m.t. sýningahald, fræðslustarf og útgáfu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó