NTC

Listamaðurinn Cistam með sýningu

james-copy
James Earl Ero Cisneros Tamidles sem gengur undir listamannanafninu Cistam var að opna listasýningu á bókasafni Háskólans á Akureyri í gær, 6.október.

Í samtalið við Kaffið segist hann hafa verið u.þ.b. tvo mánuði að undirbúa sýninguna sem mun standa opin í mánuð. Á sýningunni eru verk sem hann málar eftir landslagi af ljósmynd en þau hafa einnig að geyma Norðurljósin sjálf, sem hann málar eftir upplifun. Verkin eru máluð með olíumálningu sem hann hefur verið að prófa sig áfram með.
Sýningin er opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl.08-16 og þriðjudaga og fimmtudaga frá 08-18 en lokað er um helgar. Þá er öllum velkomið að koma og skoða en verkin eru einnig til sölu.

Aðspurður segist Cistam vera rétt að byrja en hann er þó búinn að vera mjög iðinn við listina undanfarin ár. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri 2011 og Myndlistarskólanum 2015. Hann hefur tekið þátt í mörgum sýningum og átt verk víða en má þar m.a. nefna; vegglistaverk á Hjalteyri, spreylistaverk í Gilinu á Akureyrarvöku 2014, einkasýning í MA, samsýningin Sköpun Bernskunnar 2016 og svo hefur hann einnig verið mjög virkur í að teikna skopmyndir í útskriftarbækur menntaskólanema, Carmínur í MA og Mínervur í VMA.

Hvað tekur við næst hjá Cistam verður gaman að fylgjast með en hann segist stefna á frekara nám í listinni sem og að setja upp fleiri sýningar.
,,Ég stefni á tölvuteikningu, 3D, vfx (visual effects) og animation. Ég mun reyna að halda áfram að setja upp fleiri sýningar víða hér um land sem og út fyrir landið.“

Ásamt því að vera listamaður starfar James sem fimleika og parkour þjálfari hjá Fimleikafélagi Akureyrar þannig að það er nóg að gera.

En hvaðan kemur listanafnið Cistam?
Nafnið, segir James, vera fyrstu þrjá bókstafina í eftirnafninu sínu. Cisneros úr móðurætt og Tamidles úr föðurætt. En James er fæddur á Filippseyjum en flutti hingað til lands um 6 ára aldur og hefur búið hér síðan.
,,Ég er bara að reppa fjölskylduna með nafninu“, segir Cistam.

Sambíó

UMMÆLI