Listahátíð RÖSK í Hrísey hefst í dagEitt listaverkanna sem verða til sýnis í Hrísey um helgina.

Listahátíð RÖSK í Hrísey hefst í dag

Í dag, föstudag, kl. 17:00 hefst listahátíð RÖSK við Sæborg samkomuhúsinu í Hrísey. Tólf listamenn sýna verk sín og verður gengið á milli listaverkanna sem flest eru til sýnis utandyra og eru í ýmsum listformum, m.a. skúlptúrar, málverk, dans, gjörningur og tónlist.

Með þessari listahátíð eru RÖSK listhópurinn að ljúka dvöl sinni í Hrísey þar sem RÖSK hefur dvalisti við vinnu sína og haldið listasmiðjur fyrir börn og fullorðna við góðar undirtektir.

„Hátíðin ferfram þetta kvöld og standa listaverkin til sýnis alla næstu vikuna á eftir og eru allir hjartanlega velkomnir,“ segir í tilkynningu.

Listamennirnir sem sýna á hátíðinni eru:

Brynhildur Kristinsdóttir

Dagrún Matthíasdóttir

Jónborg Sigurðardóttir – Jonna

Thora Karlsdóttir

Ívan Mendes

Hekla Björt Helgadóttir

Aðalsteinn Þórsson

Inga Höskuldsdóttir

Steinunn Matthíasdóttir

Helga Björg Jónasardóttir

Snorri Ásmundsson

Yuliana Palacios

RÖSK Listhópurinn samanstendur af 4 myndlistakonum sem eru starfandi á Akureyri. Þær eru Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir -Jonna og Thora Karlsdóttir. RÖSK hefur vakið verðskulda athygli í Listagilinu á Akureyri með ýmis listaverk, sýningar, barnasmiðjur, gjörninga, skúlptúra og þátttökuverk á hátíðum Akureyrarbæjar, á Listasumri, Jónsmessuhátíð og Akureyrarvöku síðustu ár.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó