Hin árlega Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verður haldin í Deiglunni laugardaginn 30. nóvember kl. 12 – 17 og sunnudaginn 1. desember kl. 12 – 17.
Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk ýmiss konar, textíll, skartgripir og tréverk.
Verslum handverk úr heimabyggð í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu.
Þátttakendur eru:
Gintarė Narkutė jewelry design
Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Guðrún Hadda
Guðrún Ósk Stefánsdóttir
Ína Arnbjörns
Jóhann Thorarensen
Karl Guðmundsson
KBK tréverk/woodcraft
Líf Sigurðardóttir
Linda Björk Art
Lóa Maja Stefánsdóttir
Ragnar Hólm
Rósa Júlíusdóttir
Stefán Bessason
Heitt kakó, piparkökur og hugguleg stemning.
Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Listagili, Akureyri.
UMMÆLI