Lilja Gísladóttir hefur verið ráðin sem stöðvarstjóri Póstsins á Akureyri frá og með 1.maí 2022. Starfið felst í því að leiða alla starfsemi pósthúsa og póstvinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu.
Í tilkynningu segir að Lilja hafi mikla þekkingu á innviðum Póstsins en hún hefur starfað hjá Póstinum frá 2002, fyrst sem þjónustufulltrúi og síðar sem þjónustustjóri.
„Undanfarin ár hafa verið ár breytinga, m.a. í takt við óskir okkar viðskiptavina um stafrænar og hraðar lausnir. Ég hlakka til að taka þátt í spennandi verkefnum með nýju teymi og nýjum áskorunum,“ segir Lila í tilkynningunni.
UMMÆLI