NTC

Líklegt að allir Norðlendingar verði full bólusettir í lok júlí

Líklegt að allir Norðlendingar verði full bólusettir í lok júlí

Áætlað er að fyrri bólusetningunni ljúki í næstu eða þarnæstu viku á Akureyri. Í gær fékk Heilbrigðisstofnun Norðurlands stærstu bóluefnasendingu sem þangað hefur komið í einu, eða 6.500 skammta. 

Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, segir í samtali við fréttastofu RÚV að þegar bólusetning af handahófi hófst á Norðurlandi hafi 39 árgangar verið óbólusettir. Með nýju sendingunni segir hún líklegt að náist að bólusetja að lágmarki 30 árganga, og á einhverjum stöðum enn fleiri. 

Guðný telur einnig líklegt að allir Norðlendingar verði full bólusettir seinni hlutann í júlí.

Sambíó

UMMÆLI