NTC

Líklegt að Akureyrarbær taki við annari fjölskyldu flóttamanna

Khattab Mohammad, fjölskyldan hans og aðrir mótmælendur.

Khattab Mohammad, fjölskylda hans og aðrir mótmælendur.

Reikna má með að Akureyri taki við annari fjölskyldu flóttafólks til viðbótar við þær fjórar sem komu fyrr á þessu ári. Bæjarráð Akureyrar hefur tekið vel í beiðni frá velferðarráðuneytinu um að taka við fjölskyldunni.

Á bæjarfundi þann 7. nóvember var bæjarstjóra falið að ræða þessi mál við velferðaráðuneytið eftir að bæjarráð tók vel í erindið.

Sjá einnig: Gáfu flóttafólki bíl 

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, sagði í samtali við fréttastofu Rúv fyrr í dag að líklegt væri að fjölskyldan kæmi til Akureyar eins og málin stæðu í dag. Fimm manns eru í fjölskyldunni sem bætast við þá 23 einstaklinga sem komu hingað í janúar.

Sjá einnig: Barnaverndarstofa leitar að fósturforeldrum fyrir börn á flótta

Fjölskyldan sem er væntanleg til Akureyrar er sögð tengd fjölskyldu sem settist að hér fyrr á árinu og þess vegna var óskað eftir því að senda hana hingað. Eins og við greindum frá hér á Kaffinu hefur ein fjölskyldan sem býr hér í bænum hefur staðið fyrir vikulegum mótmælum gegn stríðinu á ráðhústorgi Akureyrar í vetur.

Sambíó

UMMÆLI