NTC

„Líklega hvergi fleiri bílar á íbúa í allri Evrópu en á Akureyri“

„Líklega hvergi fleiri bílar á íbúa í allri Evrópu en á Akureyri“

Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku, veltir því fyrir sér hvort að lausnin á svifriksvandanum á Akureyri liggi ekki í loftinu í hugleiðingu á Facebook síðu sinni.

Hann segir að líklega hvergi í Evrópu séu fleiri bílar á íbúa en á Akureyri. Þrátt fyrir það sé stutt í allt fyrir flesta Akureyringa séu rúmlega 700 fólksbílar á Akureyri fyrir hverja 1000 íbúa. Það eru fleiri fólksbílar en ökuskírteini.

Sjá einnig: Mótmæla því að salt sé notað á götur Akureyrar

„Ef meðalverð bíls á Akureyri er 3 milljónir þá er virði flotans rúmir 40 milljarðar. Ef bíll brennir um 1.000 lítrum af olíu á ári þá kaupa Akureyringar eldsneyti fyrir 3 milljarða á hverju ári. Á Akureyri er stutt í allt fyrir flesta, vinnu, skóla, búðina, íþróttir og miðbæinn. Lengsta mögulega beina vegalengd bæjarenda á milli er undir 6 km. Veður er almennt gott, stillt og úrkoma minni en víða annarsstaðar. Á Akureyri ætti því að vera upplagt að ganga og hjóla meira. Liggur ekki lausnin á svifriksvandanum í loftinu?“ skrifar Guðmundur.

Sambíó

UMMÆLI